Leyndarstefna í söngvakeppni

Punktar

Þótt 80.000 atkvæði bærust í síma til söngvakeppni Ríkisútvarpsins, voru mun færri, sem kusu, kannski 20.000. Fólk gat nefnilega greitt fleiri en eitt atkvæði. Og Íslendingum er gjarnt að reyna að svindla á tilverunni. Rétt eins og Grikkjum. Því er gróft að segja þjóðina hafi valið lagið, sem flest atkvæði fékk. Þrjú efstu lögin fengu svipað fylgi lítils hluta þjóðarinnar. Hins vegar er merkilegt, að fólk láti sig hafa það að eyða fé í að kjósa marklaust. Og svo tekur leyninefnd ákvörðun um niðurstöðu. Þetta er eins og í pólitíkinni. Leyndarstefna valdakerfisins tekur á sig undarlegar myndir.