Leyndasti samningur heims

Punktar

Utanríkisráðherra segir leynisamning Bandaríkjanna og Evrópusambandsins ekki vera neinn leynisamning. Samt stendur í uppkastinu, að enginn megi fá að vita um efni TISA í fimm ár eftir gildistöku. Leyndari getur samningur ekki orðið. Gunnar Bragi vísar á Össur forvera. Sá þykist koma af fjöllum og segist ekki hafa heyrt af TISA í sinni ráðherratíð. Ennfremur, að utanríkismálanefnd hafi ekki frétt af þessum samningi um aukið svigrúm banka. Sendifulltrúar Íslands í Genf eru þó meðhöfundar að uppkastinu, er Wikileaks lak og vakti skelfingu um alla Evrópu. Hver stjórnaði aðkomu Íslands? Böndin berast að Össuri sem upphafsmanni.