Leyndarhyggjan er alvarlegasti þáttur umhverfisslyssins við Faxaskjól. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækið Veitur hugðust halda málinu leyndu. Þetta stóra mál kæmi almenningi ekki við. Þó var talað við tengiaðila borgaryfirvalda, sem kveiktu ekki á perunni. Pólitískir stjórnarmenn á borð við Halldór Halldórsson og Halldór Auðar Svansson kveiktu ekki heldur. Borgarstjóri ekki látinn vita. Dagur Eggertsson segist bara hafa lesið um það í fjölmiðlum. Þarna er hópur valdamanna í opinberum fyrirtækjum borgarinnar og í ráðhúsinu, sem telur leyndarhyggju góða. Píratar þegja hástöfum. Minnir á, að nýja stjórnarskráin hefur ekki tekið gildi.