Fjármálaeftirlitið samþykkir allar óskir bankanna um frest á lögskyldri sölu fyrirtækja innan árs. Neitar síðan blákalt að veita upplýsingar um lengdina á frestinum. Ber við margfrægri bankaleynd. Fjármálaeftirlitið er nákvæmlega eins og trausti rúin Bankasýsla ríkisins, sem samþykkir allar kröfur um hærri ofurlaun bankastjóra. Um báðar þessar ríkisstofnanir gildir hið sama. Lifa enn í blöðrukerfi fyrirhrunstímans. Hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir, en hlaupið eftir óskum gráðugra bankastjóra. Fjármálaeftirlitið hefur nú framlengt eignarhald bankanna á 68 fyrirtækjum um ótiltekinn tíma.