Leyndó gekk út í öfgar

Fjölmiðlun

Leyndarstefna hefur rutt gegnsæi til hliðar á mörgum stöðum og þannig klippt á þroska lýðræðis. Umsvifamesta stofnunin á því sviði er Persónuvernd, sem túlkar fé og eignir sem einkamál. Hún hefur valdið lýðræði á Íslandi miklum skaða. Önnur stofnun á því sviði er Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem heldur skjölum leyndum. Nú hafa menn skyndilega áttað sig á, að leyndin gengur út í öfgar. Alls staðar heimta menn meira gegnsæi. Meirihluti er á Alþingi fyrir auknu gegnsæi. Frumvarp um saksóknara gerir ráð fyrir afnámi bankaleyndar. Nú þarf líka að taka til á öðrum póstum leyndarstefnunnar.