Fyrir tæpri viku lagði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fyrsta lánið inn á reikning Seðlabankans. Viðskiptaráðherra var hins vegar ekki tilkynnt um það fyrr en núna, viku síður. Um tvennt er að ræða. Annað hvort er Davíð Oddsson enn í einleik gegn ríkisstjórninni. Og reynir þá að láta hana frétta eins lítið og framast er unnt. Eða þá, að Björgvin Sigurðsson bankaráðherra er orðinn einangraður frá bankamálum í ríkisstjórninni. Fær ekki að vita það, sem aðrir ráðherrar vita. Sama er, hvor skýringin er rétt, leyniþrá bankans er vond og óskiljanleg, hvernig sem á hana er litið.