Leyndó Össurar og Kína

Punktar

Allt leikur á reiðiskjálfi vegna opinna samninga Íslands um fulla aðild að Evrópu. Á sama tíma er utanríkisráðuneytið að gera leynilegan samning um fríverzlun við Kína. Ég finn hvergi uppkast af þeim mikilvæga samningi. Má þó ljóst vera, að Kína er með undarlega áráttu til heimsyfirráða. Hefur til dæmis breitt úr sér á Grænlandi. Ýmsir erlendir fræðimenn hafa skrifað um fríverzlunarsamninga við Kína. Hafa bent á, að Kínastjórn skilur texta öðru vísi en annað fólk. Er ekki hægt að fá góð ráð við samningsgerðina? Er Össur kannski bara í taumi Kínverja að ana með okkur út í einhverja vitleysu?