Fríblöðin eru betur merkt höfundum en þau seldu. Í Fréttablaðinu er nánast hver smáfrétt merkt höfundi. Engar skoðanir eru ómerktar þar og raunar ekki heldur í 24 stundum. Í því blaði er meira um ómerktar smáfréttir. Mogginn og DV eru hins vegar syndum spillt, Mogginn sýnu verr. Þar er fjöldi frétta ómerktur, mest af slúðrinu og flestar eigin skoðanir, svo sem leiðarinn. Þar eru Víkverji, Staksteinar og Velvakandi. Í DV er mikið slúður ómerkt, bæði innlent og erlent. Víða um blaðið eru Sandkorn. Þar eru Sandkassi og ættfræði ómerkt, líka Svarthöfði endurvakinn. Þetta er úrelt í dagblöðum.