Við talningu í prófkjörum var áður talið rétt að segja ekki bara, hver fékk flest atkvæði í 1. sæti, í 1-2. sæti, í 1-3 sæti og svo framvegis, heldur einnig hver fékk næstflest atkvæði. Þá sáu menn, hvort mjótt var á mununum eða ekki. Í vetur hefur hins vegar verið til siðs að gefa ekki slíkar upplýsingar í fréttum. Það er hluti af þeirri stefnu, að almenningi komi mál ekki við, í þessu tilviki hvaða frambjóðendur voru næstir því að komast inn í hvert sæti. Þetta er röng hugsun hjá flokkum og fréttamiðlum, af því að hún felur í sér óbeit á almenningi ogg fréttum.