Leyniþjónustan

Punktar

Leyniþjónustan er sterkasta aflið í Pakistan eins og víðar í heiminum. Hún er höll undir ofsatrúarmenn, er grein á sama meiði og alKaída og Talíban og Wahabismi. Þótt Musharraf herstjóri sé forseti, hefur hann ekki stjórn á leyniþjónustunni. Hún sér um að klúðra hernaði á vesturlandamærum landsins. Hún sér um að láta bandarísk hergögn hverfa. Hún sér um friðhelgi Osama bin Laden, þegar hann þarf að ferðast. Stýrir morðum á pólitíkusum, nú síðast á Benazir Butto. Lætur myrða þá, sem hún óttast að færi landið nær vestrænum stjórnarháttum. Hún ber ábyrgð á, að Pakistan er stjórnlaust ginnungagap.