Leyniviðskipti í skilanefnd

Punktar

Stöð 2 kom í gær upp um leyniviðskipti formanns skilanefndar Landsbankans með stofnfjárhluti í Byr sparisjóði. Í framhaldi lét skilanefndin kaupin ganga til baka. Lárus Finnbogason nefndarformaður er jafnframt endurskoðandi kaupandans, Reykjavík Invest. Það er í eigu þekkts braskara Framsóknar, Arnars Bjarnasonar, sem var rekinn frá MP banka. Sýndarviðskipti upp á rúmlega hálfan milljarð króna að hætti fjárglæframanna eru á ferðinni. Þetta er sala ríkiseigna, sem fór samt ekki fram fyrir opnum tjöldum, var hvergi auglýst. Gömlu vinnubrögðin eru enn á fullu í spilltum skilanefndum. Lárus Finnbogason verður að hætta strax sem formaður skilanefndar Landsbankans.