Líbía í náðinni

Punktar

Líbía er aftur í náðinni, þótt lítið hafi breytzt þar. Bandaríkin hafa tekið upp stjórnmálasamband eftir að hafa í aldarfjórðung sakað Gaddafi einræðisherra um skipuleg hryðjuverk á Vesturlöndum, meðal annars Lockerbie flugslysið. Fyrir tuttugu árum gerðu Bandaríkin meira að segja loftárásir á borgir í Líbíu. Hin raunverulega ástæða fyrir hinum nýja friði við Líbíu er, að landið hefur mikla olíu og Bandaríkjunum veitir ekkert af vinveittu múslimaríki. Þess vegna faðmar George W. Bush að sér einræðisherrann og gerir hann að “our son-of-a-bitch”. Vegir diplómatíunnar í heiminum eru órannsakanlegir.