Líbýa er Langtburtistan

Punktar

Ekki mundi ég gráta, þótt Öryggisráðið samþykki ósk Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um flugbann. Það jafngildir loftárásum á flugvelli, flota og hernaðartæki ríkisstjórnar Líbýu. Aðalatriðið er, að vestrænir hermenn stígi ekki þar á land. Reynslan sýnir, að þá verður andskotinn laus. Betra er, að landsmenn geri upp sín mál, þegar vígvél Gaddafi hefur verið rústuð. Hins vegar óttast ég, að Öryggisráðið felli tillöguna í kvöld. Rússland og Kína hafa lítinn áhuga á draga vagninn með vesturveldunum. Nema þau fái eitthvað annað í staðinn. Við sættum okkur bara við, að allt þetta er Langtburtistan.