Kjalvegur forni var einn helzti þjóðvegur landsins fyrr á öldum. Þar fóru fjölmennar sveitir Árnesinga og Skagfirðinga til að sækja að innrásarliði Dalamanna í Skagafirði. Leiðin er enn farin af göngu- og hestafólki. Kemur niður við Mælifell í Skagafirði. Skagfirðingavegur liggur þvert á Kjalveg við Galtará við Blöndulón, kemur af Arnarvatnsheiði og Stórasandi og endar í Gilhagadal í Skagafirði. Eyfirðingavegur liggur frá Þingvöllum um Hlöðufell og yfir Kjalveg norðan Bláfells og síðan norðan Hofsjökuls á Vatnahjallaveg til Eyjafjarðardala. Þessar merku fornminjar eru notaðar enn þann dag í dag.