Píratar.is eru mikilvæg kynning á pírötum og stöðu þeirra í umræðunni. Nærri tíuþúsund þátttakendur, misjafnlega hlynntir eða andvígir. Nokkur rugluð tröll eru í hópnum, en hver fyrir sig getur strikað þá út, sem hann nennir ekki að skoða. Mikilvægt er, að þarna sé í gangi virk umræða og gagnrýni. Þarna sjá píratar margt, sem fær fólk til að efast. Og geta eftir stutta umræðu tekið afstöðu til gagnrýninnar. Umræðan slípar pírata fyrir alls konar kaffispjall úti um borg og bý. Hún er að því leyti betri en einhliða umræða flokksfólks, sem finna má annars staðar á vefnum. Píratar.is vegur upp á móti fjölmiðlunum.