Lífeyris-sjóðasukkið

Punktar

Trygg­inga­fræði­staða Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna versn­aði 2016 úr 8,7 pró­sent í 4,2%. Kaup sjóðsins á hlutabréfum í dapurlegum rekstri Icelandair lék þar stórt hlutverk. Þetta er stærsti lífeyrissjóður landsins og segir mikið um bransann í heild. Stjórnir þeirra eru illa skipaðar, jafnvel bröskurum, og hafa lítið vit á hlutabréfabraski. Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í braski, heldur vera í traustum og hægum lánum, til dæmis ríkisskuldabréfum. Þau hæfa bezt traustri tryggingarfræðistöðu þeirra. Til langs tíma þarf að taka stjórn þeirra úr höndum spilltra milliliða. Og fela hana hlutlausum fræðimönnum og svo sjóðfélögunum.