Lífeyrissjóðir eiga að fara að lögum og gæta hagsmuna lífeyrisþega með því að hámarka arð af lífeyri. Þeir eiga ekki að æfa sig í pólitík með því að reyna að handstýra inneignum sjóðfélaganna með gæðamati á fyrirtækjum og enn síður með valdabrölti stjórnarmanna. Víst væri huggulegt, ef sjóðirnir höfnuðu aðild að fyrirtækjum, sem ögra réttlætiskennd fólks, til dæmis með ofurgræðgi forstjóra eða með lífríkisskaða eða með ofurfátækt starfsfólks. En slíkt er ekki hlutverk lífeyrissjóða, heldur kjósendanna, sem neita að ryðja ríkisstjórnum og hagsmunaþingmönnum frá völdum.