Stjórn VR skipar stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, setti þeim nýlega leikreglur. Stjórn stéttarfélags getur þannig haft áhrif á gerðir sjóðs. Séu leikreglurnar ófullnægjandi, getur félagið bætt þær. Séu leikreglurnar brotnar, getur félagið rekið stjórnarmenn sína í sjóðunum. Raunar hefur Ásta Rut Jónasdóttir, formaður sjóðsins, þegar verið rekin. Stjórnir lífeyrissjóða mega ekki hlaða undir andverðleika stjórnenda, sem valda fyrirtæki sínu almennum álitshnekki. Stuldur VÍS á bótasjóði tryggingataka er vissulega á áhrifasviði stjórnar VR. Stéttarfélög eiga að taka til hendinni í spilltum lífeyrissjóðum.