Vandi lífeyrisþega er bræðralag frjálshyggjumanna í samtökum atvinnurekenda og verkalýðsrekenda. Þeir skipa stjórnir lífeyrissjóðanna og hafa þar brennt sjöhundruð milljörðum af sparifé lífeyrisþega. Þeir gerðu það með því að virða ekki reglur um fjárfestingar sjóðanna. Ljóst er, að núverandi kerfi er gengið sér til húðar. Annað hvort verður að þjóðnýta sjóðina eða leyfa eigendum þeirra sjálfum að kjósa sér stjórnir beint á aðalfundi. Samtök atvinnurekenda og verkalýðsrekenda komi þar hvergi nærri. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa hið bráðasta að semja lög um breytt valdakerfi lífeyrissjóða.