Engum er lengur treystandi. Íhaldsstjórnin í Bretlandi kenndi Pútín um tvöfalt morð í Bretlandi. Engin gögn voru birt því til stuðnings. Ýmsir létu þó ginnast til trúgirni. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands, sem neitaði að senda fulltrúa sína á íþróttamót í Rússlandi. Komið er í ljós, að hin myrtu feðgin eru sprelllifandi. Styrjöldin í Sýrlandi ætti líka að vara fólk við trúgirni. Fullyrt sitt á hvað, hverjir noti eitursprengjur og hvort þær séu yfirleitt notaðar. Traustið er týnt. Nató margstaðið að lygum og líka vestræn stórveldi. Hér á landi laskaðist traust verulega, þegar Vinstri græn, þvert ofan í loforð, fóru í stjórn með bófunum. Allt lífið er lygi.