Ég sá um daginn einhvers staðar, að hestamennska væri orðin of dýr. Því til sönnunar var sagt, að dýrt væri að kosta þáttöku barna í keppni á landsmóti hestamanna. Hestamennska hefur vissulega hækkað í verði, en mér finnst þunnt að draga keppni inn í röksemdafærsluna. Ótrúlega margir virðast halda, að æskulýðsstarf hljóti að felast í keppni, fremur en lífsstíl. Börn eru látin keppa í alls konar íþróttum í stað þess að líta á þær sem leik. Nær er að kenna börnum og unglingum að fara í útreiðar og njóta þeirra. Njóta hesta, samfélags og náttúru. Stíf áherzla á stress gerir börnin bara að taugahrúgu.