Lífið veitir ekki verðlaun

Punktar

Táningur las ég siðaspekingana Bertrand Russell og Krishnamurti. Þeir skrifa vel um lífið og tilveruna. Af Russell lærði ég, að gæzka þyrfti engin verðlaun. Á endanum biði bara mold eða eldur. Engin verðlaunaafhending í Himnaríki eða nýju lífi. Gæzka væri sín eigin verðlaun. Gerir ráð fyrir, að fólk sé siðmenntað, hagi sér í umhverfinu, gefi stefnuljós, fari eftir öðrum skynsamlegum lögum og reglum, heilsi fólki og tali fyrst um veðrið. Hvorugur þeirra sagði mér þó, þannig að ég skildi, að sumt fólk hefur ekki samvizku, er siðblint. Slíkum fjölgaði rétt fyrir aldamót, þegar „græðgi er góð“ varð boðorð. Þeim fækkar nú aftur, sem betur fer.