Lífskjör í gíslingu kvótagreifa

Punktar

Samtök atvinnulífsins slitu samningum við Alþýðusambandið á þeirri forsendu, að ríkisvaldið neitaði að þjónusta kvótagreifa. Verkalýðsrekendur koðnuðu niður að venju og boðuðu ekki harðar aðgerðir til að fá laun hækkuð. Þannig hafa lífskjör almennings verið tekin í gíslingu í þágu kvótagreifa. Mesta ábyrgð bera vinnuveitendur, en verkalýðsrekendur eru samábyrgir. Saman bera málsaðilar líka ábyrgð á, að samningar um kjör snúast ekki lengur um þau, heldur um svonefnda aðkomu ríkisins. Í henni felast alls konar gæluverkefni fyrir verktaka með tilheyrandi niðurskurði velferðar. Svei Alþýðusambandinu.