Ríkisstjórnin er svo veik, að hún hefur enga burði til að fylgja eftir nýrri stjórnarskrá. Áhuginn er líka svo lítill, að hún nennir ekki að láta Alþingi vera opið fyrri hluta janúar. Þótt aðrir vinnustaðir séu opnir, er Alþingi lokað og læst. Þannig vinnur málþófsliðið sigur. Ekki verður hægt að landa stjórnarskrá, ekki þjóðareign auðlinda og ekki rammaáætlun um orku. Ekki er von, að neitt gangi, þegar ríkisstjórn og stjórnarmeirihluti á þingi hafa ekki orku til að vinna vinnuna sína. Þá tekur stjórnarandstaðan við stjórn. Setur þjóðþrifamál í gíslingu, enda amast forsetinn og þjóðin ekki við því.