Þegar David Miranda var tekinn fastur í millilendingu á Heathrow, var hann ekkert spurður um hryðjuverk. Heldur um samband hans við blaðamann Guardian, Glenn Greenwald, sem skrifaði um Edward Snowden. Um Guardian og um efni þess um njósnastofnun Bandaríkjanna NSA. Að vera tengdur blaðamanni telst semsagt vera hryðjuverk í vænisjúku Bretlandi. Raunar starfa flestir terroristar hjá stjórnvöldum þessara tveggja ríkja, sem líkjast óvinum sínum meira með viku hverri. Svo vel hefur til tekizt hjá al Kaída, að ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna hafa gengið af göflunum. Vladimír Pútín hlær auðvitað í Kreml.