Lilja á skrípafundi

Punktar

Allir mannréttindafundir á vegum Sameinuðu þjóðanna eru svínarí. Einkum haldnir í löndum, sem vilja breiða yfir andúð sína á mannréttindum. Slíkur er í gangi núna í Istanbul. Einmitt þegar Tyrkland stundar loftárásir á  byggðir Kúrda og sviptir þingmenn þeirra þinghelgi. Frægust var ráðstefna í Peking 1995, þar sem Vigdís Finnbogadóttir fór flatt. Frægari var sú í Jeddah í Sádi-Arabíu 2015. Í því ríki, sem hefur heimsins versta ástand mannréttinda. Hvergi hafa slíkir fundir haft hin minnstu áhrif á stjórnarfar gestgjafans. Lilja Alfreðsdóttir hefði í Istanbul betur átt að fjalla um mannréttindabrot Erdoğan Tyrkjasoldáns.