Lilja er enginn sölumaður

Punktar

Hversu mjög sem Lilju Mósesdóttur má hrósa, er hún ekki sölumaður eigin hugmynda og kenninga. Leitun er að þingmanni, sem tekur undir skoðanir hennar, sem þó segir kannski ekki mikið. Hefur ekki heldur hljómgrunn almennings, svo sem skoðanakannanir sýna. Lilja tók þá réttu ákvörðun að hætta í pólitík. Tekur aftur upp fyrri köllun við að troða skoðunum sínum upp á varnarlausa háskólastúdenta. Burthvarf hennar leiðir væntanlega til, að Samstaða leggur upp laupana sem pólitískur framboðsflokkur. Enda verður væntanlega nægilegt framboð af slíkum, eins herfilega og fjórflokkurinn gamli hefur staðið sig.