Á fésbók bendir Gísli Gunnarsson á athyglisverða staðreynd í tölum frá ríkisskattstjóra: Auðfólk skuldar meira en almenningur. Auðvitað stafar það af dýrum einbýlishúsum auðfólks. Á þeim hvíla meiri skuldir en á íbúðum meðaljóna. Þetta er til athugunar fyrir þá, sem kunna að ginnast til fylgis við hugmyndir um almenna skuldaniðurfærslu. Hún gefur auðmönnum meira en meðaljónum. Enda er Lilja Mósesdóttir fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra, sem betur mega sín. Enda fullyrðir hún, að “efri” millistéttir séu hornsteinn samfélagsins. Og að þær fái of lítið út úr aðgerðum stjórnvalda.