Sem stóreignamaður á landi er ég áhrifalaus félagi í veiðifélagi Stóru-Laxár. Predika hollustu markaðshyggju. Legg til, að veiði verði boðin út. Það vilja ekki eigendur smájarða, sem ráða félaginu. Þeim er sama, hvort þeir fá tuttugu eða hundrað þúsund kall á ári. Þeir eru límdir við Stangaveiðifélag Reykjavíkur og fá sem stjórnarmenn frítt á árshátíð þess. Þeir móðgast, ef þeir fá tilboð annarra um tvöfalt verð. Þeir vilja öngla og spúna. Þeir vilja ekki, að laxi sé skilað í ána. Þeir vilja ekki erlenda kynningu. Þeir vilja bara gömlu fylliraftana úr Reykjavík. Á hálfu verði.