Guðmundur Steingrímsson leggur til, að þinghópur Bjartrar framtíðar skiptist á um formennsku á sex mánaða fresti. Að öðrum kosti vilji hann sitja áfram. Ekki er nýtt, að þingmenn límist við sæti sín og tyllur, það er þjóðaríþrótt. Raunar hefur flokkurinn þegar reynslu af fjölgun formanna. Í hálft ár hefur Margrét Marteinsdóttir verið þar meðformaður, án þess að heyrst hafi stuna né hósti frá henni. Guðmundur kallar þetta boðhlaup, sem raunar er ytri formsafgreiðsla á vegtyllu án innihalds. Formennska Guðmundar hefur eingöngu falizt í að sitja snyrtilega klæddur á biðstofu ráðherraefna í næstu stjórn Sjálfstæðisflokksins.