Lína Bjarna Benediktssonar

Punktar

Merkilegt er viðtal DV við Bjarna Benediktsson, verðandi flokksformann. Hann gefur kost á þeim möguleika, að Sjálfstæðið beri einhverja ábyrgð á hruninu. Hann efast um, að rétt hafi verið staðið að einkavæðingu bankanna. Hér talar ekki frjálshyggjumaður, heldur gamaldags íhald. Ég hef ekki orðið var við, að talsmenn flokksins hafi áður leyft sér að efast um milligramm af gerðum flokksins. Yfirleitt ræður þar alger afneitun. Geir Haarde er gott dæmi um það, samanber viðtalið við BBC. Ef hinni óvæntu línu Bjarna fylgja gerðir af hálfu flokksins, er hugsanlegt, að flokkurinn nái fyrri yfirburðum í fylgi.