Linnulaus hryðjuverk

Punktar

Stýrieldflaugar Bandaríkjamanna líkjast flugvélum og eru stundum kallaðar mannlausar flugvélar. Þær eru orðnar meginþáttur styrjalda Bandaríkjanna við umheiminn. Nákvæmni þeirra er miklu minni en eigendurnir láta í veðri vaka. Þegar hafa 176 börn í Pakistan verið drepin á þennan hátt. Varla geta þau talizt vera hryðjuverkamenn. Bandaríkjamenn eru næsta ónæmir fyrir falli óbreyttra borgara annarra ríkja og kalla það “collateral damage”. Orðavalið sýnir firringuna þar á bæ. Smám saman fá Bandaríkin allan heiminn upp á móti sér og verða sem ofbeldishneigt heimsveldi að stunda linnulaus hryðjuverk.