Linnulaust slúður Bubba

Fjölmiðlun

Lengst allra Íslendinga í slúðri kemst Bubbi Morthens. Nýjasta grein hans á Pressunni er samfellt slúður: “Sagan segir, að …” og svo framvegis í það óendanlega. Ég hef aldrei áður séð neitt þessu líkt. Ekki orð af því, sem Bubbi fullyrðir í greininni er sannreynt. Það er svona framsetning, sem eyðileggur alla umræðu. Samkvæmt greininni eru óvinir Bubba þjófar, illmenni og morðingjar. Það er um að gera að vera harðskeyttur í skrifum og tala skiljanlega íslenzku. Ef staðreyndir eru sannreyndar, geta menn kveðið fast að orði. En þá er ég að biðja um sannreynslu, ekki linnulaust slúður Bubba.