Til að lina hræðslu við múslima ætti ríkið að setja ýmis atriði til öryggis í lög. Banna að nota trúarrit sem gögn við málsmeðferð og dóma. Þar með er átt við „sharia“, sem byggir á kóraninum og túlkunum á honum og jafngildir lögum í sumum ríkjum múslima. Ætti að gilda líka um önnur helgirit, svo sem biblíuna. Gott væri, að allri bókstafstrú sé formlega vísað á dyr. Hún er stórhættuleg, hverrar trúar sem hún er. Einnig má banna sumt, sem raunar er þegar bannað, svo sem undirgefni kvenna, minna vægi kvenna, giftingu barna, heiðursmorð. Vísa slíku fólki úr landi. Svo þarf formlega að leyfa gagnrýni og háð um trúarbrögð.