Listamönnum leiðist í myndlist, leiklist og matargerðarlist. Þeim finnst erfitt að vera í svipuðum málum og gamlir meistarar. Þola heldur ekki samanburðinn. Þeir vilja finna upp eitthvað nýtt, öðlast svigrúm að nýju. Matreiðslufólk hamast við myndlist og myndlistarfólk hamast við leiklist. Leiklistarfólk hamast að vísu ekki við matargerðarlist. Það mundi þó loka þessum skrítna hring. Það væri skárra en að afskræma gömul verk og búa til nýtt bull. Kúnnarnir eru ráðalausir, hættir að mæta. Allt stafar þetta af, að listamönnum leiðist vinnan. Vilja ekki gera sama og forverarnir gerðu.