Lítið dæmi um einkavæðingu

Punktar

Hér er enn eitt dæmið um, að einkavæðing rýrir lífsgæði fólks. Í gamla daga komu tímarit til mín í póstinum. Í dag sendi pósturinn mér nótu um, að mín biði sending á pósthúsinu. Það var tímaritið Saga, sem vigtar tæp 400 grömm og er tæplega 2 sm að þykkt. Það væri rúmt um það í bréfalúgunni hjá mér, tvö eintök kæmust inn samhliða. Af því að einkavinavæðingin hefur gefið forstjóranum Póstinn, þarf hann ekki að veita þjónustu. Þannig er líka sorphirðan á Nesinu. Tunnurnar eru látnar veltast um í roki hálfan daginn og ruslið fýkur úr þeim. Einkavæðingin þarf þá minna að flytja. Það er xD.