Lítið er um lausnir

Fjölmiðlun

Undanfarnar vikur hefur ég oft fjallað um vandræði hefðbundinna fjölmiðla heima og erlendis. Í gær kortlagði ég fjölmiðlahrunið í heild, orsakir þess og afleiðingar. Dæmigerð viðbrögð fjölmiðlunga í afneitun eru klisjur: „The older I get the better I was“ (Logi Bergmann). Ég hef rýnt í rannsóknir og umræðu á stofnunum blaðamennsku, svo sem Pew og Poynter. Finn hvergi nothæfar tillögur um, hvernig hrunið verði stöðvað. Væntingar eru um, að nýmiðlar nái að fylla skarð hefðbundinna miðla. En fjárhagsdæmin sannfæra ekki. Sumir segja samskot  eða góðgerðasjóði eiga að fjármagna alvörufréttir. Ekki duga kvótagreifar og Jón Ásgeir.