Skoðanakannanir segja okkur, að Framsókn lyftist aðeins við IceSave dóminn. Og að Björt framtíð sé altjend ekki skammvinn bóla. Þær segja okkur ekkert um atkvæðahlutfall flokkanna og ekkert um þingmannafjölda þeirra. Er tæpur helmingur svarar ekki, má búast við að hinir síðbúnu raðist á annan hátt á flokkana en hinir. Get ímyndað mér, að raunverulegt botnfylgi Flokksins sé 25%, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og Samfylkingar 10% á hvern og Vinstri grænna 5%. Alls 60% hjá fjórflokknum. Hvar hin 40% lenda veit ég ekki. En vona, að ný framboð nái flugi, sem mun bezt gerast með góðum frambjóðendum.