Enn ein marklítil skoðanakönnun er komin fram. Svarhlutfall í könnun Gallup er bara 59%. Þýðir, að 41% hirtu ekki um að svara tölvupósti. Enginn getur spáð í hugsanir þessa stærsta hópa könnunarinnar. Þar til viðbótar sögðust 16% ekki hafa tekið afstöðu. Samanlagt eru því 57% enn óráðin stærð. Með tilliti til þeirra hafa frambjóðendur mun minna fylgi en fjölmiðlar segja. Ólafur Ragnar hefur ekki nema um 19% fylgi og Þóra ekki nema um 16% fylgi. Ari Trausti hefur 4%, Herdís 2% og önnur framboð eru dauð. Enn er því mikið eftir af slagnum. Enginn hefur tekið þá forustu, að nægi honum til sigurs.