Lítil aðild að himnaríkinu

Punktar

Tíunda hver fjölskylda safnar skuldum og tíunda hver fjölskulda gengur á eignir til að halda sér á floti. Þetta eru samtals 20%. Til viðbótar eru 20%, sem búa við fátækt, án þess að safna skuldum. 15% troða marvaðann á miðjunni. Vel stæð eru innan við 10% Íslendinga og 35% til viðbótar geta lagt smávegis til hliðar. Af þessum tölum má ráða, að hálf þjóðin er utan þess himnaríkis, sem Sigmundur Davíð og Bjarni Ben segja vera hér. Þeir eru enda silfurskeiðungar og þekkja bara silfurskeiðunga í þessu stéttskipta þjóðfélagi. Allur gróði af velgengni þjóðarbúsins frá hruni rennur til auðgreifa, sem reka Sjálfstæðis og Framsókn.

RÚV