Lítil eftirfylgni

Punktar

Veikasta hlið hefðbundinna fjölmiðla er, að þeir gegnumlýsa varla fullyrðingar viðmælenda. Vondir pólitíkusar komast þess vegna upp með firrur. Til bjargar koma miðlar fólksins í bloggi og á fésbók. Þar eru firrur pólitíkusa tættar sundur. Þannig fá pólitíkusar aðhald, sem hefðbundnir fjölmiðlar trassa. Ekki eru drottningarviðtöl ný bóla, en meira ber nú á þeim en fyrir aldamót. Það er eins og hefðbundnir fjölmiðlar reikni með, að fólkið sjái sjálft um að gata firrurnar. Þar með hafa þeir afsalað sér frumburðarréttinum í hendur bloggs og fésbókar. Án miðla almennings væri linnulaus bræla í íslenzkri fjölmiðlun.