Lítil hey í haust

Punktar

Bændur segja mér, að hey verði lítil í haust, þótt sumarið verði ágætt. Þeir kaupa minna af áburði, því að gengishrunið hefur hækkað verð hans. Hey eru meira háð innfluttum áburði en innlendri veðráttu. Landbúnaðurinn er háður útlöndum, aðföng hans eru innflutt að miklu leyti. Olía hefur hækkað. Öll tæki landbúnaðar eru innflutt og hafa hækkað. Þannig eru atvinnuvegir, sem jafnan eru kallaðir íslenzkir, í rauninni útlendir að hluta. Engin atvinna á Íslandi er eyland. Þeir eru allir meira eða minna í samhengi við umheiminn. Við höfum meira að segja tekið upp 75% af regluverki Evrópusambandsins.