Lítil velferð næstu árin

Punktar

Samkvæmt fjárlögum nýs árs eiga 22% af heildartekjum ríkisins að renna til fjármagnskostnaðar. Fyrir utan kostnað við IceSave skuldir þjóðarinnar. Sem lenda á þjóðinni bara vegna vanhæfu stjórnarinnar. Það eru 350 milljarðar króna, jafngildi eins árs ríkistekna. IceSave kemur ekki fram á þessu ári, en næsta ár verður ofsaþungt. Þar á ofan eru nýir bankar látnir hjálpa gæludýrum á kostnað skattgreiðenda. Líklegt er, að fjármagnsgreiðslur vegna frjálshyggju fari í þriðjung ríkistekna á næsta ári og árin þar á eftir. Þau ár verður lítil velferð í landinu. Það verður sárast við hrunið.