Lítil viðbrögð erlendis

Punktar

Erlend viðbrögð eru enn ekki mikil við tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni, en góð, svo langt sem þau ná. Helzt er það Times, sem segir frá útkomunni og birtir nokkur viðbrögð lesenda. Þau eru yfirleitt okkur í hag, skamma Gordon Brown fyrir handrukkun. Flestar fréttir segja rétt frá höfnun samnings, sem áður var fallinn. Telja, að viðræður hefjist að nýju um hagstæðari kjör á IceSave. Erlendir fjölmiðlar segja ekki, að Íslendingar neiti að borga. Samt er vitað, að margir kjósendur vilja alls ekki borga. Þjóðaratkvæðagreiðslan svarar ekki spurningunni um, hversu margir þeir eru. En þeim hefur fjölgað.