Prófkjörin benda til, að áhugi kjósenda Sjálfstæðisflokksins sé lítill. Enn séu þar margir, sem geti hugsað sér að sitja heima eða flytja til Viðreisnar. Vali efstu manna á lista Viðreisnar virðist bara ætlað að höfða til gamla flokksins. Spennandi verður að sjá, hversu margir munu bregðast við kallinu á kjördegi. Í Framsókn rífast menn um, hverjir séu mestir flugvallarvinir. En töfralausn í húsnæðismálum ungra verður sett á oddinn, þegar kosningar nálgast. Takmarkaður áhugi er á framboði annarra flokka en þeirra, sem nú hafa fulltrúa á þingi. Mest óvissa er um fylgi pírata og nennu þeirra til að mæta á kjörstað.