Lítilsverð króna

Punktar

Undanfarið hafa heyrzt raddir um, að gengi krónunnar sé of hátt og muni lækka síðar á árinu. Samt finnst mér hún ekki vera sterkur gjaldmiðill í Evrópu. Danska krónan er ellefu íslenzkar krónur og virðist gefa svipað verð og hér heima, að matvælum undanskildum. Hótel eru dýr hvarvetna í Evrópu, reiknað í krónum. Ef íslenzka krónan þarf að lækka, liggja að baki einhverjir erfiðleikar í efnahagnum, sem ekki hafa verið útskýrðir fyrir okkur. Er ekki bara eins og áður verið að tala gengið niður til að þjóna sjávarútvegi? Þurfum við ekki bara að taka upp evru? Þá fengjum við líka lægri vexti.