Litlar íbúðir

Punktar

Breyta þarf byggingareglum til að gera litlar íbúðir ódýrari. Ekki alls fyrir löngu var sett reglugerð, sem veldur vandræðum við byggingu smáíbúða. Afnema þarf til dæmis bann við dyrum milli stofu og salernis. Þannig er hægt að losna við milligang í smáíbúðum. Reglugerðir eiga að vera á þann veg, að hægt sé að byggja Ikea-íbúðir og aðrar fjöldaframleiddar íbúðir. Á ýmsum sviðum þarf þá að verja reglur vegna íslenzkra aðstæðna, til dæmis um jarðskjálftaþol og hitaeinangrun. Allir tala um, að nú þurfi að byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, en fátt heyrist samt um nýjar reglur. Er nokkuð að marka það hjal?