Litli klofni flokkurinn

Punktar

Árni Páll Árnason styður tillögur stjórnarskrárnefndar um þrjár breytingar á stjórnarskránni. Því má búast við, að mótframbjóðandi hans til formennsku í Samfylkingunni taki hinn pólinn í hæðina: Að meira máli skipti að knýja fram stjórnarskrá fólksins heldur en að stunda bútasaum. Sem fjölmargir telja til lítilla eða nær engra bóta. Atkvæðagreiðsla um formennskuna mun því fela í sér atkvæðagreiðslu um stefnu í stjórnarskrármálinu. Það er gott. Árni Páll hefur engan kjörþokka, svo sem ítrekað hefur komið fram. Og Samfylkingin er nánast í frjálsu fylgisfalli. Verður hún áfram lítill fjórflokkur eða endurnýjast hún?