Hádegismaturinn var lélegur í Borðstofunni, kaffistað í Hannesarholti, húsi Hannesar Hafstein á horni Grundarstígs og Bjargarstígs. Fiskibaka var volg að utan, köld að innan. Steiktur hlýri hafði verið frosinn og var þurr og bragðlaus. Undir honum voru byggkorn, ekki mjúkur grautur að hætti risotto, heldur þurr byggmöl, líklega fyrir magasjúklinga. Mér sýndist hlýrinn kosta 2.400 krónur. Stofan dregur að menntakonur, en á lítið erindi í gastrónómíu. Hún er á neðri hæð. Á þeirri efri er vísir að safni Hannesar Hafstein með sjötugum mublum og þremur yfirlitsmyndum af Reykjavík nítjándu aldar.