Þegar ég kem að Fornahvammi, fastset ég hraðann til að lenda ekki í löggunni og vakna ekki fyrr en í Varmahlíð. Nema þegar kaffihúsið Ljón norðursins var opið á Blönduósi. Annað er ekki merkilegt á þeim stað. Tók krók af þjóðvegi 1 til að komast þangað. Annars væri mér sama, þótt ég færi um Húnavelli og sæi aldrei Blönduós. Yfirvöldin hafa lengi amast við Ljóninu. Töldu það ekki fara eftir reglugerð. Eins og Ljón norðursins eigi að fylgja reglugerð! Í heilt ár var staðurinn lokaður að kröfu yfirvalda og ég keyrði auðvitað beint í gegn. Skrítið er, hversu lokuð sum yfirvöld eru fyrir því, sem trekkir.